Search
Yfirlýsing frá stjórn Mána
- Þóra Brynjarsdóttir
- Feb 14
- 1 min read
Hestamannafélagið Máni fordæmir slæma meðferð á hrossum og dýraníð af öllu tagi.
Meðferð á hrossum eins og sést á myndbandi þar sem karlmaður misþyrmir folöldum á hvergi að líðast og er óverjandi í alla staði.
Slík meðferð veldur skaða á ímynd hestamennskunnar almennt sem og Mána, þar sem kappsmál okkar félaga er að hugsa vel um dýr og tryggja velferð þeirra á sem bestan hátt.
Stjórn Hestamannafélagsins Mána
Comments