Kæru félagsmenn
Updated: Jan 7
Nú fer hverfið að lifna almennilega við og því viljum við benda á nokkur atriði áður en starfið fer á fullt.
Fjarlægja þarf hestakerrur af götum hverfisins, annað hvort á kerrustæði eða inn á lóð.
Almenn ökutæki og ferðavagna á ekki að geyma í hverfinu og eru eigendur beðnir að fjarlægja þau. Eigendur traktora eru beðnir að leggja þeim annars staðar en á götum hverfisins.
Lausaganga hunda í hverfinu er óleyfileg.
Sýnum tillitssemi og munið að keyra varlega í hverfinu, knaparnir eru misvanir og hross geta fælst.
Munum að nota endurskinsmerki í svartasta skammdeginu.
Við viljum benda knöpum á að kynna sér reglur reiðhallarinnar sem eru hér á síðunni og hanga einnig í höllinni.
Kurteisi og tillitsemi kosta ekkert.
Með kveðju
Stjórnin
Comentarios