Aðalfundur 2019

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 26. október sl. var eðal annars kosin ný stjórn og verðlaun veitt fyrir árangur í keppnum og ræktun. 

Fundargerð frá Aðalfundi er hægt að nálgast hér.

Verðlaunahafar 2019

Á síðasta aðalfundi voru veitt verðlaun fyrir árangur í keppni og ræktunarverðlaun. Að þessu sinni var Sunnar Sigríður kjörinn íþróttarmaður ársins og Margeir Þorgeirsson fyrir merina Álfanótt frá Vöðlum sem halut 8.45 í aðaleinkun. 

Þá voru einnig veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppnum. 

Sjá meira... 

Hrossin sótt laugardaginn 28. desember kl 13:00

Þá er komið að því að sækja hrossin af Mánagrundini en þetta árið verður það laugardaginn þann 28. desember næstkomandi, klukkan 13:00. 

Boðið verður upp á stóðréttarkaffi/kakó í félagsheimilinu klukkan 11:00 áður en farið verður í að smala hrossum.

Kær kveðja,
Beitarstjóri og sérlegir aðstoðar- konur/menn...


Dagskrá 2020

Nú liggur fyrir dagskrá fyrir árið 2020 sem hægt er að nálgast með því að smella á slóðina hér

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Vikupassi á Landsmót 2020

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar.  Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 
  
https://tix.is/is/specialoffer/tf4fpb65gpqpw
Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 

Sjá nánari upplýsingar á Facebook síðu Mána

Helgarnámskeið með Ragnhildi Haraldsdóttur 14. og 15. desember

Okkur er ánægja að tilkynna fyrsta námskeið vetrarins. Ragnhildur Haraldsdóttir ætlar að starta þessu og verður með helgarnámskeið 14.-15. desember. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011 og er starfandi tamningamaður og reiðkennari í dag. Ragnhildur hefur gert það gott á keppnis og kynbótabrautinni síðastliðin ár. Um er að ræða 1 x 30 mín einkatíma hvorn dag, sem hentar öllum knöpum. Hugmyndin er að, hún myndi svo fylgja krökkunum okkar á Landsmót svo þetta er frábært tækifæri, til að hún fái að kynnast þeim áður en næstu skref verða ákveðin. Opnað hefur verið fyrir skráningar á reiðnámskeið í Sportfeng. Námskeiðið verður 14 og 15 des og kostar helgin 17.000 kr. Hestamannafélagið Máni mun niðurgreiða helming námskeiðsskjald fyrir börn og ungmenni. það eina sem þarf að gera er að senda greiðslukvittun á gjaldkeri@mani.is með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu. Hámarksfjöldi á námskeiðið er 12-14 manns.

  
Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020. Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi. 

Beit á Mánagrund

Tekið inn af beitinni 28. des. kl 13:00, kaffi og kakó í félagsheimilinu kl 11:00

Allar upplýsingar um aðgang að hagabeit á Mánagrund er hægt að nálgast hjá beitarstjóra í síma: 861 2030

Fræðslunefnd

Knapamerki námskeið

Fræðslunefnd vill kanna áhuga fyrir knapamerki 1 og jafnvel 2 fyrir veturinn 2019-2020

Áhugasömum bent á að hafa samband við Ástu astapalla@hotmail.com eða Franzisku siska89@simnet.is

Leikjanámskeið

Veturinn 2020

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2020.  Boðið verður uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í vetur. Kennari er Elfa Hrund Sigurðardóttir en hún útskrifaðist úr Reiðmanninum vorið 2018 með góðum árangri.

Reiðhöll Mána

Reiðhöllin er opin á milli klukkan 08:00 og 23:00 alla daga nema annað sé auglýst. 

Höllin verður lokuð vegna námskeiðs 14. og 15. des, milli kl 09:00 til 16:30 báða dagana