Rauði þráðurinn - Reiðnámskeið hjá Hinrik Þór Sigurðssyni

Hinrik Þór Sigurðsson er reiðkennari hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og umsjónarmaður Reiðmannsins sem er orðið stæsta skipulagða nám í hestamennsku á íslenskum hestum sem fram fer gegn um menntastofnun í heiminum í dag. Hinni starfar einnig meðfram reiðkennslu og þjálfun sem ráðgjafi og fyrirlesari í hugarþjálfun og markmiðasetningu hjá fyrirtækjum og íþróttafélögum. Námskeiðið byggist upp á einkatímm í fimm skipti 40 mín í senn og þar er unnið með að búa til „rauðan þráð“ í þjálfun hvers hests og knapa fyrir sig. Námskeiðið hefst 24 feb, verður svo 02.,09., 16. og 23. mars
Verð 35.500 kr

Aðeins 8 pláss í boði - skrá mig á námskeið

Greiðsla félagsgjalda 2020

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum árið 2020 hafa verið sendir í heimabanka. Ekki eru sendir greiðsluseðlar í pósti. 
Vinsamlegast athugið að ungmenni fædd 2002 greiða nú fullt félagsgjald. Hjónagjald er 20.000kr, einstaklingsgjald er 14.000kr fyrir félagsmenn fædda 2002-1953.

Til að geta tekið þátt í viðburðum á vegum félagsins svo sem námskeiðum, keppnum og öðrum uppákomum þarf viðkomandi að vera skuldlaus við  félagið. Einnig þarf að vera skuldlaus til að mega nota reiðhöllina. Þeir félagsmenn sem ekki hafa greitt árgjald fyrir 2019  verður vikið úr félaginu og verður ekki félagsmaður að nýju fyrr en hann hefur greitt allar eldri skuldir við félagið. Skuldlausir félagar fá aðgang að Worldfeng sér að kostnaðarlausu. Til að virkja þann aðgang þarf að hafa tölvupóstfang skráð hjá gjaldkera. Hægt er að senda tölvupóstfang á gjaldkeri@mani.is ef tölvupóstföng hafa breyst nýlega eða þarf að bæta við nýjum.

Reiðhöll Mána

Reiðhöllin er opin á milli klukkan 08:00 og 23:00 alla daga nema annað sé auglýst. 

Höllin verður lokuð 
- mánudag 24.2.2020 frá 17:00-22:20 - reiðnámskeið hjá Hinna Sig 
- miðvikudögum frá 18:00 til 19:00 - námskeið Æskulýðsnefndar  

Verðlaunahafar 2019

Á síðasta aðalfundi voru veitt verðlaun fyrir árangur í keppni og ræktunarverðlaun. Að þessu sinni var Sunnar Sigríður kjörinn íþróttarmaður ársins og Margeir Þorgeirsson fyrir merina Álfanótt frá Vöðlum sem halut 8.45 í aðaleinkun. 

Þá voru einnig veittar viðurkenningar fyrir árangur í keppnum. 

Sjá meira... 

Vikupassi á Landsmót 2020

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar.  Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 
  
https://tix.is/is/specialoffer/tf4fpb65gpqpw
Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 

  
Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020. Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi. 

Beit á Mánagrund

Allar upplýsingar um aðgang að hagabeit á Mánagrund er hægt að nálgast hjá beitarstjóra í síma: 861 2030

Fræðslunefnd

Knapamerki námskeið

Fræðslunefnd vill kanna áhuga fyrir knapamerki 1 og jafnvel 2 fyrir veturinn 2019-2020

Áhugasömum bent á að hafa samband við Ástu astapalla@hotmail.com eða Franzisku siska89@simnet.is

Leikjanámskeið

Veturinn 2020

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2020.  Boðið verður uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í vetur. Kennari er Elfa Hrund Sigurðardóttir en hún útskrifaðist úr Reiðmanninum vorið 2018 með góðum árangri.