top of page

Niðurrif á girðingu - aðstoð óskast

Kæru félagsmenn

Stjórn óskar eftir aðstoð við að taka niður gaddavírsgirðinguna meðfram Garðveginum þar sem mikil slysahætta er af henni.

Laugardaginn 15. mars um kl. 11 byrjum við að taka hana niður. Við mælum með að vera með góða vinnuhanska og vírklippur og gott að einhver/jir verði með litla kerru/r meðferðis. Gámur verður fyrir utan reiðhöllina sem vírnum verður svo hent í.


Með fyrirfram þökk

Stjórn Mána


 
 
 

Comments


© 2020 Hestamannafélagið Máni

bottom of page