Search
Umhverfisdagur Mána, þriðjudaginn 25.apríl
Kæru félagar 🤠
Þriðjudaginn 25.apríl kl 17 verður tiltektardagur hjá félaginu.
Ætlum við að hreinsa umhverfið í kringum reiðvegi og reiðhöll, týna upp rusl og raka reiðvegi. Gott væri að fólk mætti með hrífu og við mælum með að fólk mæti í góðum hönskum, klædd eftir veðri og með góða skapið með sér. Einnig væri gott að taka með sér ruslatínu ef fólk á svoleiðis græju.
Eftir tiltekt verður boðið uppá hressingu í reiðhöllinni.
Fenginn verður gámur á svæðið svo hægt sé að henda rusli en hann verður eingöngu ætlaður fyrir almennt rusl en ekki timbur, járn eða tæki.
Vonum að félagsmenn taki vel í þetta verkefni. Margar hendur vinna létt verk.😎
Kveðja
Stjórnin🤠
Comments