top of page
Search

Aðalfundur Mána

Aðalfundur Mána var haldinn 30.nóv síðastliðinn og var vel mætt á fundinn. Nefndir lásu upp sínar skýrslur og sýndar myndir frá starfinu. Gjaldkerinn las reikninga og voru reikningar samþykktir.


Við fengum nýjan formann, Eiður Gils Brynjarsson en þeir voru tveir sem buðu sig fram þeir Eiður og Þorbjörn.

Gunnar Eyjólfsson hætti sem formaður eftir 6 ár og þökkum við honum fyrir góð störf. Sigmar steig einnig úr stjórn eftir þó nokkur ár og þökkum við honum einnig fyrir.


Félagsgjöld Mána voru hækkuð og er einstaklingsgjald 18.000kr og hjónagjald 25.000kr.


Deiluskipulag hesthúsahverfissins sem er verið að vinna í með Reykjanesbæ var kynnt fyrir félagsmönnum.


Ný stjórn er því þessi:

Eiður, formaður, mani@mani.is

Elín Sara, gjaldkeri, gjaldkeri@mani.is

Jóhann Gunnar, meðstjórnandi

Þóra Brynjarsd., meðstjórnandi/ritari

Gunnar Auðuns., meðstjórnandi

Varamenn

Vilhjálmur Axels. og Lóa Braga.


Veittar voru viðurkenningar fyrir góðann árangur í keppni.


Árangursverðlaun:

Glódís Líf Gunnarsdóttir

Helena Rán Gunnarsdóttir

Jóhanna Margrét Snorradóttir

Signý Sól Snorradóttir

Bergey Gunnarsdóttir

Rut Páldís Eiðsdóttir


Íþróttamaður Mána 2022:

Jóhanna Margrét Snorradóttir


Kosið var í nefndir:

Æskulýðsnefnd:  Guðrún Halldóra Ólafsdóttir

Ferðanefnd: Kristján Gunnarsson og Vilhjálmur Axelsson

Skemmtinefnd: Eyja Jóhannesdóttir og Svanlaug Birna Sverrisdóttir

Reiðhallanefnd: Ólafía G. Lóa Bragadóttir og Guðrún Halldóra Ólafsdóttir

Fræðslunefnd: Elín Sara Færseth

Mótanefnd: Stjórn

Kvennanefnd: Ásta Hartmannsdóttir, Úlfhildur og Franziska

Reiðveganefnd: Gunnar Auðunsson

Skoðunarmenn reikninga: Jón Olsen og Rúnar Bjarnason.

142 views0 comments

Comments


bottom of page