top of page

Fréttir fra Stjórn

Kæru félagsmenn


Hér koma smá fréttir frá stjórn. Það hefur mikið verið fundað síðastliðnar vikur varðandi deiluskipulag og fleira varðandi reiðhöllina okkar góðu.


Það þarf að gera margt í reiðhöllinni og var okkar fyrsta markmið að fá ný ljós og höfum við fengið ný ljós frá Rafholt sem búið er að setja upp. Rafholt styrkti okkur verulega og erum við afar þakklát fyrir það. Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan frábæra styrk.


Nokkrir kátir karlar komu saman þeir Jóhann Gunnar, Haraldur Arnbjörns. og Högni og settu þeir upp speglana okkar sem hafa setið í ágætis biðstöðu. Við þökkum þeim kærlega fyrir.


Við erum að færa okkur yfir í sportabler kerfið þar sem öll námskeið koma fram og höfum við aðeins byrjað að nota það. Þeir sem ekki eru þar inni þurfa að hlaða niður appi í símanum sínum ef þeir kjósa svo en einnig er hægt að skrá sig í gegnum netið. Búa þarf til aðgang svo hægt sé að skrá sig á námskeið.


Mani.is síðan hefur fengið smá yfirhalningu og ætti að vera orðin nokkuð góð. Þar eiga kom inn fréttir og viðburðir sem framundan eru. Dagskrá vetrarins er þar inni og hvetjum við félagsmenn til að kynna sér hana.


Félagsgjöld hafa verið send í heimabankann.


Stóru hurðarnar í reiðhöllinni hafa fengið yfirhalningu og ættu að vera orðnar fínar.


Gríðarlega góð aðsókn hefur verið á námskeið vetrarins. Það hafa komið 5 reiðkennarar til okkar og verið FULLT á öll námskeiðin!


Einnig hafa verið haldin tvö vetrarmót í vetur og mikið líf og fjör í höllinni. Töltdívurnar eru einnig byrjaðar og hefur verið mjög góð þátttaka þar. Gunnar Eyjólfsson og Sigurður Kolbeinsson eru að stýra fjörinu þar.

Karla- og kvennatöltið var haldið og var virkilega góð stemning í húsinu.


Það má síðan ekki gleyma Hrossblótinu góða sem haldið var 4.febrúar síðastliðinn og var þetta hálfgerð árshátið hjá okkur í Mána. Mikil stemning og var maturinn alveg lúxus sem þeir Villi og Stjáni elduðu ofan í okkur. Skemmti- og ferðanefnd Mána er að standa sig með prýði.


Við höfum verið að varpa meistardeildinni upp í reiðhöllinni og hefur verið góð mæting og getum við hér í Mána verið stolt af okkar mönnum. Við eigum tvær Mánaskvísur í meistaradeildinni, systurnar Jóhönnu Margréti og Signýju Sól, að auki eru þar 2 knapar tengdir Mána en það eru þau Ásmundur Ernir og Ólöf Rún.


Glódís Líf, Signý Sól og Emma eru keppendur í meistaradeild ungmenna og hefur þeim gengið prýðilega einnig er Helena Rán í meistaradeild æskunnar og stendur sig vel þar.


Að lokum viljum við minna á að keyra varlega í hverfinu þar sem hestaumferð gengur fyrir...


Virðing og kurteisi kostar ekkert 😊


Mbk Stjórn Mána248 views

Recent Posts

See All

Heimasíða

Á næstu dögum og vikum mun heimasíða félagsins breytast bæði í útliti og aðgengi, er von stjórnar að þessar breytingar sem gerðar verða geri heimasíðu okkar einfaldari og aðgengilegri fyrir félagsmenn

Comments


bottom of page