Search
Sýnikennsla með Bergeyju
Mánudaginn 16. desember kl.19 mun Bergey Gunnarsdóttir vera með sýnikennslu í reiðhöllinni okkar.
Mun Bergey fjalla um uppbyggingu reið- og keppnishestsins sem og þjálfun unghrossa.
Bergey hefur verið Mánafélagi frá unga aldri og hefur verið dugleg að keppa og stunda sportið með foreldrum sínum.
Hún hefur undanfarin 2 ár stundað nám í Háskólanum á Hólum og er nú á síðasta ári sínu þar.
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í höllina á mánudaginn og sjá hvað hún Bergey ætlar að sýna okkur.
Aðgangur er frír fyrir skuldlausa félagsmenn.
Kveðja
Fræðunefnd
Komentarze