Félagsgjöld
Kæru Mánafélagar
Félagsgjöld fyrir árið 2024 hafa verið stofnuð í heimabanka félagsmanna.
Vinsamlegast athugið að ungmenni fædd 2006 greiða nú fullt félagsgjald. Hjónagjald er 25.000kr og einstaklingsgjald er 18.000kr fyrir félagsmenn fædda 2006-1957.
Til að geta tekið þátt í viðburðum á vegum félagsins svo sem námskeiðum, keppnum og öðrum uppákomum þarf viðkomandi að vera skuldlaus við félagið. Einnig þarf að vera skuldlaus til að mega nota reiðhöllina.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa greitt árgjald fyrir 2023 verður vikið úr félaginu og verður ekki félagsmaður að nýju fyrr en hann hefur greitt allar eldri skuldir við félagið.
Skuldlausir félagar fá aðgang að Worldfeng sér að kostnaðarlausu. Til að virkja þann aðgang þarf að hafa tölvupóstfang skráð hjá gjaldkera. Hægt er að senda tölvupóstfang á gjaldkeri@mani.is ef tölvupóstföng hafa breyst nýlega eða þarf að bæta við nýjum.
Með von um góð viðbrögð.
Fh. Stjórnar
Þóra Brynjarsdóttir
Gjaldkeri Mána
コメント