top of page
Search

Stóri Plokkdagurinn og ruslagámur


Stóri plokkdagurinn verður haldinn um allt land sunnudaginn 28.apríl nk.

Máni ætlar að taka þátt í þessu viðburði og ætlum við að byrja kl.10 á sunnudagsmorgun að plokka rusl í nágrenni okkar svæðis. Að loknu plokki ætlum við að grilla pylsur í reiðhöllinni fyrir alla þá sem taka þátt með okkur.


Við viljum sérstaklega biðja þá sem eiga rúllur eða bagga á rúllustæði að mæta og aðstoða við að týna plast í kringum rúllustæðið.


Ruslagámur verður við bláu reiðhöllina yfir helgina sem félagsmönnum býðst að henda rusli í, en athugið að hann er eingöngu fyrir almennt rusl, ekki fyrir timbur og þess háttar stærri hluti.


Sjáumst hress á sunnudaginn.

kveðja

Stjórnin

28 views0 comments

Comments


bottom of page