top of page

Sörlakonur bjóða heim

Nú er komið að því að Sörlakonur bjóða heim.

Hestamannafélagið Sörli er 80 ára í ár og ætlar Kvennadeild Sörla að halda svakalegt kvennapartý! Þannig eru allar hestakonur (18 ára og eldri) úr Fáki, Spretti, Herði, Sóta, Brimfaxa og Mána boðnar innilega velkomnar. Takið endilega frá föstudaginn 26. apríl nk. fyrir gleðina á Sörlastöðum en Sörlakonur hyggjast ríða á móti konum úr öðrum félögum og stefnt er að því að hóparnir hittist og sameinist að Gjármótum kl. 18:00 (Gjárétt). Í framhaldi yrði síðan riðið heim að Sörlastöðum þar sem verður matur, drykkir og gleði fram eftir kvöldi með tilheyrandi skemmtun. Að sjálfsögðu er allar konur velkomnar þó þær komi akandi. Sörlakonur hlakka virkilega til að taka á móti öðrum hestakonum á höfuðborgarsvæðinu en frekari upplýsingar um skráningu og verð koma á allra næstu dögum.



F.h. Kvennadeildar Sörla

Margrét Ágústa og Þórdís Anna

87 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page