top of page

Reiðleiðir kringum Mánagrund

Á aðalfundi félagsins kom upp umræða um að það vanti kort af reiðleiðum í heiðinni fyrir þá sem eru nýgengnir í félagið og þekkja minna til en eldri félagsmenn.

Pétur Bragason var svo vænn að senda okkur nokkrar myndir með uppdregnum slóðum í heiðinni fyrir ofan Mánagrund. Vonum að þessar upplýsingar nýtist félagsmönnum vel.


Hringur fyrir ofan Mánagrund - gulur slóði - er oft blautur framan af vori næst gömlu trönunum, annars hægt að ríða hann megnið af vetrinum.


Hringur samsíða reiðvegi út í Garð - blár slóði - oftast hægt að ríða hann megnið af vetrinum. Er góður grasstígur að mestu leiti.


Hringur að Árnarétt - grænn slóði - vegur að réttinni oft blautur fram á vor, mjög góður áningarstaður. Sjá tengil um Árnarétt hér


Hringur Mánagrund - Garður - Sandgerði - Mánagrund - rauður slóði - Fínir áfangastaðir í Skeifu, Árnarétt og Heiðarbæ. Vegur er glettilega fínn milli Sandgerðis og Garðs.




 
 
 

Recent Posts

See All

Gúllassúpureið

Sunnudaginn 30. mars verður farin gúllassúpureið í Langaholt. Þar verður náttúrukokkurinn Jón Helgason með kokkasvuntuna í þetta skiptið...

Einkatímar hjá Hinriki Sigurðssyni

Hinrik Sigurðsson býður uppá einkatíma í vetur og verður sjötti tíminn þriðjudaginn 25.mars nk. Skráning er opin inná Sportabler og er...

Comments


© 2020 Hestamannafélagið Máni

bottom of page