top of page
Search

Opið íþróttamót Mána 2024

Updated: Apr 20


Opið íþróttamót Mána fer fram á Mánagrund í Keflavík 26.-28. apríl.


Við vonumst til að sjá sem flesta koma og taka þátt í fyrsta íþróttamóti ársins.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og greinar:


  • Meistaraflokkur T1, T3, V1, V2, F1, F2, T2, T4, PP1, P2 100m skeið.

  • Ungmennaflokkur T1, T3, V1, V2, F1, F2, T2, T4, PP1.

  • 1. flokkur T3, V2, F2, T4, PP1.

  • 2. flokkur T3, T7, V2, V5, F2.

  • Unglingaflokkur T3, T4, T7, V2, V5, F2

  • Barnaflokkur T3, T7, V2, V5

  • Pollaflokkur, ríðandi og teymdir


Opnað hefur verið fyrir skráningu í Sportfeng og lýkur skráningu á miðnætti sunnudaginn 21. apríl.


Skráningargjöld:

Meistaraflokkur, 1. og 2. flokkur, ungmennaflokkur og skeiðgreinar 6500 kr.

Börn og unglingar 5500 kr.

Skráningargjöld verða ekki endurgreidd nema með framvísun læknisvottorðs knapa eða hests.


Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina eða fella niður flokka ef næg þáttaka næst ekki.


Ef vandamál koma upp varðandi skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á gjaldkeri@mani.is

Hlökkum til að sjá ykkur.

Mótanefnd/Stjórn Mána

178 views0 comments

コメント


bottom of page