
Máni hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ síðan 2003. Félagið var eitt af fyrstu fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og var fyrsta hestamannafélagið sem hlaut þá viðurkenningu. Á aðalfundi Mána þann 20.nóvember sl. fengum við endurnýjun en félagið hefur endurnýjað viðurkenninguna á 4 ára fresti. Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ afhenti formanni okkar, Gunnari Eyjólfssyni viðurkenninguna ásamt fána Fyrirmyndarfélags ÍSÍ.


Stjórn Mána 2020
Formaður
Gunnar Eyjólfsson
Gjaldkeri
Elín Sara Færseth
Varaformaður
Gunnar Auðunsson
Ritari
Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir
Meðstjórnandi
Þorgeir Margeirsson
Varamenn í stjórn
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir
Sigmar Björnsson