top of page

Fatlaðir og reiðmennskan

Fatlaðir og reiðmennska er samstarf milli hestamannafélagsins Mána, Reykjanesbæjar,
hæfingarstöðvarinnar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Í nokkur ár hefur hestamannafélagið boðið fötluðum að koma og kynnast hestamennsku og fer þetta fram á hraða hvers og eins. Þau fá að Kemba, læra að leggja á, fara á hestbak og marft fl. Íslenski hesturinn er talinn hafa marga kosti sem nýtast vel við þjálfun fatlaðra, hreyfingar hestsins færast yfir í knapann sem situr hestinn og mjaðmagrind knapans hreyfist svipað og á sér stað í göngumynstri.
Hesturinn veitir knapanum um 90 til 100 göngusveiflur á mínútu og hafa erlendar rannsóknir sínt að hreyfifærni knapans eru m.a. aukinn liðleiki í neðri hluta líkamans, betri höfuð og bolstjórn og jafnvægisviðbrögð.

Aðal áhersla er lögð á að allir hafi gaman

Sú sem er í forsvari fyrir þessa tíma er Guðrún Halldóra (Dódó) Ólafsdóttir
gunnadora1@gmail.com

bottom of page