Frumtamningarnámskeið með Sunnu Sigríði
- Þóra Brynjarsdóttir
- Jan 12
- 1 min read

Sunna ætlar að bjóða upp á frumtamningarnámskeið sem hefst sunnudaginn 1.febrúar - 8.mars kl 11:00 með sýnikennslu í reiðhöllinni og í framhaldi af því verklegum tímum eftir hádegið.
Hver þátttakandi kemur með sitt eigið
trippi eða lítið gerðan hest og farið verður í gegnum helstu þætti
frumtamningar:
- Leiðtogahlutverk
- Fortamning / venja við
- Undirbúningur fyrir frumtamningu
- Frumtamning
Sýnikennsla tímar: 1
Verklegir tímar: 6
Tímar: 1x í viku í 6 vikur
Verð: 60.500kr.
Tveir nemendur verða í hverjum hópi en hamarksfjöldi
á námskeiðið er 8 þátttakendur. Sýnikennslan er sameiginleg fyrir allan hópinn. Gott er, en ekki skilda, ef nemendur fylgjast með öðrum og læra þannig á
mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við frumtamningu.
Ekki skylda að trippið/hrossið sé alveg ótamið.
Skráning fer fram á Sportabler og lýkur 31. janúar






Comments