Hesthúsakettir
Matvælastofnun hefur borist ábending frá hestamönnum þess efnis að hesthúsakettir séu skyldir eftir í reiðileysi þegar menn setja hrossin út í haga og fara í frí eftir veturinn. Oft er þetta langur tími, eða frá miðju sumri og fram yfir áramót. Umráðamönnum dýra er skylt að sinna þörfum þeirra allt árið skv. lögum nr. 55/2013 um velferð dýra og reglugerðar nr. 80/2016 um velferð gæludýra.
Hestamenn þurfa að sjá til þess að þörfum dýranna sé sinnt þó að ekki séu hross í húsunum og sjá til þess að þeir hafi skjól, fóðra þá, fara með þá til dýralæknis sé þörf á því, bólusetja og ormahreinsa. Einnig er skylda skv. reglugerð að örmerkja þessa ketti.
Í 14. gr.laga nr. 55/2013 um velferð dýra segir um meðferð og meðhöndlun dýra; umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða ummönnum, sjá til þess að þörfum dýranna sé sinnt, tryggja gæði fóðurs og vatns, vernda þau gegn meiðslum, sjúkdómum og sníkjudýrum og sjá til þess að sjúk eða slösuð dýr fái tilhlýðilega læknismeðferð eða séu aflífuð.
Matvælastofnun hefur eftirlit með velferð dýra skv. lögum um velferð dýra og reglugerða viðkomandi dýrategunda.
Virðingarfyllst f.h. Matvælastofnunar
Komentarze