top of page
Search

Æskan og hesturinn

Þá styttist í að starfið hjá Æskulýðsnefnd fari af stað þetta tímabilið. Stefnt er að því að hafa skipulagða fræðslu, knapamerki, þennan veturinn í bland við annað hefðbundið starf. Einnig verður boðið upp á ýmis hestatengd námskeið o.fl.

Til að hægt verði að ganga frá og skipuleggja starfið er forráðamönnum bent á að hafa samband við formann æskulýðsnefndar með skilaboðum á FB en einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á olafur.rafnsson@formenn.is

Fram þarf að koma; 1. Fullt nafn knapa 2. Aldur 3. Staða: byrjandi, getur riðið út án aðstoðar

Til að byrja með verður starfið aðallega í reiðhöllinni á fyrirfram skilgreindum tímum. Það verður kynnt síðar.
126 views0 comments

Comments


bottom of page