top of page

Firmakeppni Mána 2025


Firmakeppni Mána 2025 verður haldin

miðvikudaginn 14. maí og hefst keppnin kl.

18.30.


Við hvetjum Mánamenn til að taka þátt og

hafa gaman af enda hefur Firmakeppnin verið ein vinsælasta keppni sem haldin er hjá Mána og um að gera að vera með.


Keppt verður í eftirfarandi flokkum og í

þessari röð:


Pollaflokkur-teymingar

Pollaflokkur

B flokkur gæðinga

Barnaflokkur

Kvennaflokkur

Unglingaflokkur

Tamningaflokkur-hross f. 2020 og 2021

Ungmennaflokkur

Heldri menn og konur (50 ára og eldri)

Parareið ( má keppa í búningum)

A flokkur gæðinga


Aðeins skuldlausir félagsmenn eiga þátttökurétt, skráning er á staðnum og eru

engin skráningargjöld.


  • Í barna-, kvenna- og heldri mannaflokki

verður riðið hægt tölt og síðan yfirferðargangur.

  • A flokkur, riðið verður tölt, brokk og skeið

  • B flokkur, riðið verður hægt tölt, brokk og greitt tölt

  • Unglinga- og ungmennaflokkur, riðið verður hægt tölt, brokk og yfirferðargangur.

  • Tamningaflokkur, riðið verður eftir vilja dómara.

  • Parareið, valið eftir mati dómara


Verðlaunaafhending fer fram í sal

reiðhallarinnar að móti loknu og boðið

verður uppá veitingar.


Bestu kveðjur


Stjórn Mána

 
 
 

Recent Posts

See All

Comments


© 2020 Hestamannafélagið Máni

bottom of page