FEIF Youth cup 2024

FEIF Youth cup 2024 fer fram í Sviss 13.-20.júlí nk. Viðburðurinn er fyrir knapa á aldrinum 14-17 ára sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu. Þetta er einnig frábært tækifæri til kynnast ungum og efnilegum knöpum frá öðrum löndum. Áhersla FEIF Youth Cup er á teymisvinnu, íþróttamennsku, bætta reiðfærni og vináttu þvert á menningu.
Ísland á 7 sæti á Youth Cup en umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Umsóknir skulu sendar á aeska@lhhestar.is.
Stjórn Mána hvetur unga Mánafélaga sem hafa áhuga á þessum viðburði að sækja um.
Nánari upplýsingar á https://www.lhhestar.is/is/frettir/feif-youth-cup-2024
Recent Posts
See AllSunnudaginn 30. mars verður farin gúllassúpureið í Langaholt. Þar verður náttúrukokkurinn Jón Helgason með kokkasvuntuna í þetta skiptið...
Hinrik Sigurðsson býður uppá einkatíma í vetur og verður sjötti tíminn þriðjudaginn 25.mars nk. Skráning er opin inná Sportabler og er...
Comments