top of page

Dymbilvikusýning Spretts 2024



Árleg Dymbilvikusýning Spretts verður miðvikudaginn 27.mars nk. í

Samskipahöllinni


Þar mun, eins og undanfarin ár, vera haldin létt keppni milli félaga

um flottustu ræktunarhesta sem hafa fæðst hjá félagsmönnum í

hverju félagi.


Máni þarf að útvega 3-6 hesta, hvort sem það eru stóðhestar, hryssur eða

geldingar, sem koma fram sem fulltrúar okkar félags til að

mæta á sýninguna og taka þátt í þessari léttu keppni.


Skilyrði er að hrossin séu fædd Mánafélaga.


Keppnin stendur á milli eftirfarandi félaga:

   * Fákur

   * Sprettur

   * Hörður

   * Sóti

   * Adam

   * Sörli

   * Máni

   * Sleipnir

   * Dreyri


Þess má geta að Máni hefur unnið þessa keppni nokkrum sinnum.


Þeir sem hafa áhuga á að vera með og telja sig vera með frambærileg hross í þetta verkefni geta haft samband við Gunnar Eyjólfsson s.860-5228 í síðasta lagi fyrir 21.mars nk.


 
 
 

Recent Posts

See All
Firmakeppni Mána 2025

Firmakeppni Mána 2025 verður haldin miðvikudaginn 14. maí og hefst keppnin kl. 18.30. Við hvetjum Mánamenn til að taka þátt og hafa gaman...

 
 
 

Comments


© 2020 Hestamannafélagið Máni

bottom of page