top of page
Search


Ræktunarverðlaun Mána 2025
Gauti frá Vöðlum Á aðalfundi félagsins þann 26.nóvember sl. var veitt viðurkenning fyrir hæst dæmda hross í eigu Mánafélaga, en það er hann Gauti frá Vöðlum í eigu Margeirs Þorgeirssonar. Gauti hlaut í sumar 8,42 fyrir byggingu og 8.88 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8.72. Sýnandi hans var Teitur Árnason. Vöðlar var valið ræktunarbú ársins hjá Hestamannafélaginu Geysi og voru einnig tilnefnd til ræktunarbús ársins hjá fagráði hrossaræktar. Innilegar hamingjuóskir með glæsilega r
11 hours ago


Íþróttamaður Mána 2025
Jóhanna Margrét Snorradóttir og Kormákur frá Kvistum Á aðalfundi félagsins þann 26.nóvember sl. var að venju kjörinn íþróttamaður Mána. Íþróttamaður Mána 2025 er Jóhanna Margrét Snorradóttir. Jóhanna Margrét Snorradóttir hefur verið í fremstu röð knapa á Íslandi frá unga aldri og árið 2025 var engin undantekning frá þeirri venju. Sem íþróttamaður Mána kemur hún þar af leiðandi til greina um val íþróttamanns Suðurnesja 2025. Snorri Ólason, faðir Jóhönnu Margrétar, tók við viðu
12 hours ago


Máni 60 ára
Í dag, 6. desember 2025 er hestamannafélagið Máni 60 ára en félagið var stofnað 6. desember 1965. Úr tímaritinu Faxa 1. janúar 1966; Hvatamenn að stofnun félagsins voru 40 áhugasamir hestamenn. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Hilmar Jónsson formaður, Birgir Scheving ritari, Maríus Sigurjónsson gjaldkeri og meðstjórnendur voru Valgeir Helgason og Þórður Guðmundsson. Tilgangur félagsins var og er að efla og glæða almennan áhuga fyrir hestinum og hæfileikum hans og bæta hér aðs
Dec 6


Dagur sjálfboðaliðans
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans er í dag, 5. desember. Hestamannafélagið Máni gengur alfarið fyrir vinnu sjálfboðaliða, svo sem stjórn og nefndarfólk, ásamt öllu því góða fólki sem gefur tíma sinn til ýmissa verkefna hverju sinni. Fyrir ykkar ómetanlega starf erum við ævinlega þakklát því án ykkar væri ekkert félag. UMFÍ hvatti íþróttafélög í hverju íþróttahéraði fyrir sig til að tilnefna sjálboðaliða ársins og svo yrði valinn einn sjálfboðaliði úr hverju héraði. Hestama
Dec 5


Helgarnámskeið með Sigvalda Lárusi 13.-14. desember 2025
Þann 13.-14. desember ætlar Sigvaldi Lárus Guðmundsson að vera með helgarnámskeið. Í boði verða 40 mínútna einkatímar fyrir 10 nemendur, verð pr. nemanda 24500 kr. Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu bæði við Hólaskóla og Landbúnaðar háskóla Íslands. Nú starfar hann sem yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka. Árið 2022 var Sigvaldi valinn reiðkennari ársins hérlendis. Skráning fer fram á sportabler og lýkur skráningu á miðnætti
Nov 30


Aðalfundur Mána 2025
Aðalfundur Mána 2025 verður haldinn í reiðhöll Mána miðvikudaginn 26.nóvember kl.20. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og nefnda 2. Reikningar 3. Kosning stjórnar og nefnda 4. Viðurkenningar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Inntaka nýrra félaga 7. Önnur mál Stjórn Mána
Nov 5
bottom of page


