top of page
Search

Samantekt eftir Framhaldsaðalfund

Framhaldsaðalfundur fór fram miðvikudagskvöldið 15. maí sl.

Á fundinum var samþykkt lagabreyting á 6.grein laga félagsins varðandi auglýsingu á aðalfundi ár hvert, þ.e. í stað þess að auglýsa í bæjarblöðum verða fundir auglýstir á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins .

Undir liðnum önnur mál var stiklað á ýmsu sem gert hefur verið undanfarið. M.a. er búið að kaupa ný borð og stóla í salinn í reiðhöllinni og bæta við eldhúseiningu, félagið hefur fengið hærri styrk frá Reykjanesbæ en undanfarin ár, eins hefur félagið fengið reiðvegastyrk frá reiðveganefnd LH, nýr hnakkur fyrir fatlaða var vígður fyrir stuttu og Þorgeir Margeirsson fór yfir stöðuna á skipulagsbreytingum frá síðasta aðalfundi.

Að lokum var Elínu Færseth veittur blómvöndur með þökkum fyrir störf sín fyrir félagið.

Með kveðju

Stjórnin


96 views0 comments

Comentarii


bottom of page