Search
Helgarnámskeið hjá Sigvalda Lárusi Guðmundssyni
- Þóra Brynjarsdóttir
- May 6
- 1 min read
Þann 24.-25.maí ætlar Sigvaldi Lárus Guðmundsson að vera með helgarnámskeið. Í boði verða 40 mínútna einkatímar fyrir 10 nemendur, verð pr. nemanda 24 þúsund krónur.
Sigvaldi er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur sinnt reiðkennslu bæði við Hólaskóla og Landbúnaðar háskóla Íslands. Nú starfar hann sem yfirreiðkennari hæfileikamótunar LH fyrir krakka. Árið 2022 var Sigvaldi valinn reiðkennari ársins hérlendis.
Skráning fer fram á sportabler og lýkur skráningu á miðnætti 16. maí nk.







Comments