Search
Þjálfun fyrir Landsmót
Updated: Apr 14
Með mikilli ánægju tilkynnum við að Sunna Sigríður Guðmundsdóttir og Lárus Sindri Lárusson, bæði menntaðir reiðkennarar frá Hólum, munu sjá um þjálfun yngri flokka fyrir Landsmót. Á það við um barna-, unglinga- og ungmennaflokk.
Tímarnir verða ýmist einka- eða hópatímar og verður þjálfunin löguð að hverjum og einum.
Planið er að æfingar verði á sunnudags eftirmiðdögum fram að Landsmóti.
Þau sem skráðu sig í þjálfun á Facebook síðunni mæti í kynningartíma miðvikudaginn 17.apríl kl. 20 í salinn í reiðhöllinni, án hesta.
Með kveðju
Stjórnin
Comments