top of page
Kæri Mánafélagi.

Samkvæmt samningi sem félagið er með við Reykjanesbæ þá hefur félagið umráðarétt yfir svæðinu Mánagrund. Það telur meðal annars auð svæði, keppnissvæði og beitarhólf.

 

Frá og með maí 2016 var óheimilt að girða auð svæði á Mánagrund til beitar, hvort sem er til bráðabirgða eða langframa, að reiðskólanum undanteknum.

 

Eins og félagar væntanlega vita hafa verið umræður um að félaginu vanti beit og til stæði að taka niður allar girðingar aftan við hesthúsin. Ekki verður af því að þessu sinni en hins vegar hefur stjórnin samþykkt að taka gjald fyrir hvert girt hólf sem hesthúseigandi þarf að greiða ár hvert. Gjald fyrir beitarhólf verður metið eftir stærð hólfs.

 

Ef félagar vilja ekki greiða þetta gjald þarf að tilkynna það til stjórnar. Felur þá stjórnin öðrum félaga sem vill beita það svæði. Ef gjaldið er ekki greitt fyrir lok maí ár hvert, mun stjórnin skilja það sem svo að hesthúseigandi vilji ekki greiða gjaldið og felur öðrum beitarhólfið.

 

Vilji hesthúseigandi með hólf taka niður girðingar sínar er það sjálfsagt en hólfið yrði eftir sem áður leigt öðrum.

 

Leigjendur hólfanna sjá alfarið um:

• Að girða hólfin

• Viðhalda girðingum hjá sér

• Setja hlið þar sem við á

• Brynningu

• Áburðardreifingu

 

Umráðamenn beitarhólfa þurfa að sjálfsögðu að vera skuldlausir við félagið.

 

Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú félagi góður hyggst ekki nýta þér beitarhólfið þá er hægt að hafa samband við formann félagsins eða senda póst á mani@mani.is

 

Með vinsemd og virðingu,

Stjórn Hestamannafélagsins Mána

bottom of page