Eldri fréttir

Vetrarmót 2020 

Fyrsta vetrarmót Mána var haldið laugardaginn 16. febrúar.

Námskeið 18. og 19. janúar

Ragnhildur Haraldsdóttir bauðst að koma til okkar næsta helgi 18-19 jan (ef veðrið leyfir). Kennt verður á laugardag og sunnudag í 30mín tíma hvorn dag og hefst skráningu í sportfeng 

Skrá sig hér, verð á námskeið er 17.400 kr. 

Reiðnámskeið hjá Tinnu

 Við kynnum reiðnámskeið hjá Tinnu Rut Jónsdóttur helgina 18-19 jan 2020. Opnað hefur verið fyrir skráningu á Sportfeng.

Tinnu Rut þarf vart að kynna en hún rekur tamninga/þjálfunarstöð í Borgarfirði, hún hefur mikla keppnis og kennslureynslu, bæði innan og utanlands. Verð fyrir hegina er 16.500. Hver tími 40 mín.

Aðalfundur 2019

Á síðasta aðalfundi sem haldinn var 26. október sl. var eðal annars kosin ný stjórn og verðlaun veitt fyrir árangur í keppnum og ræktun. 
Fundargerð frá Aðalfundi er hægt að nálgast hér.

Skýrsla ferðanefndar 2019

Aðalfundur félagsins var 26. nóvember. Hér er hægt að nálgast skýrslu ferðanefndar.

Fyrirlestur 14. nóvember 2019

Hestamannafélagið Máni ætlar að bjóða uppá fyrirlestur þann 14 nov kl 19:00 í sal Mána, fyrirlesari er Auður G Sigurðardóttir og er fyrirlesturinn um neðangreind efni. 

Töltgrúppa Mána

Til stendur að stofna töltgrúbbu Mánakvenna. Gert er ráð fyrir að hópurinn æfi saman einu sinni í viku. Kynningarfundur verður í Mánahöllinni mánudaginn 18. febrúar kl. 17:00.
Vonumst til að sjá flestar.

Æskan og hesturinn

Víðidal 4. maí 2019

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins.   
Hópar ungra hestamanna frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði. Sýningin verður nánar auglýst síðar en það er um að gera að taka daginn frá. Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.