Eldri fréttir

Skýrsla ferðanefndar 2019

Aðalfundur félagsins var 26. nóvember. Hér er hægt að nálgast skýrslu ferðanefndar.

Fyrirlestur 14. nóvember 2019

Hestamannafélagið Máni ætlar að bjóða uppá fyrirlestur þann 14 nov kl 19:00 í sal Mána, fyrirlesari er Auður G Sigurðardóttir og er fyrirlesturinn um neðangreind efni. 

Töltgrúppa Mána

Til stendur að stofna töltgrúbbu Mánakvenna. Gert er ráð fyrir að hópurinn æfi saman einu sinni í viku. Kynningarfundur verður í Mánahöllinni mánudaginn 18. febrúar kl. 17:00.
Vonumst til að sjá flestar.

Æskan og hesturinn

Víðidal 4. maí 2019

Hin árlega sýning Æskan og hesturinn verður haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi í TM-Reiðhöllinni í Víðidal. Þar koma fram efnilegustu hestamenn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins.   
Hópar ungra hestamanna frá hestamannafélögunum á höfuðborgarsvæðinu; Fáki, Herði, Mána, Spretti og Sörla sýna fjölbreytt atriði. Sýningin verður nánar auglýst síðar en það er um að gera að taka daginn frá. Frítt er inn á sýninguna á meðan húsrúm leyfir.