Aðalfundur Hestamannafélagsins Mána 2019

  
Framhalds Aðalfundur Hestamannafélags Mána
Haldinn Þriðjudagur 26.október 2019, klukkan 20:00 í félagsheimili hestamannafélagsins Mána.

Dagskrá:
1.Skýrsla stjórnar og nefnda
2.Kosning stjórnar og nefnda
3.Reikningar
4.Viðurkenningar
5.Ákvörðun félagsgjalda
6.Lagabreytingar
7.Inntaka nýrra félaga
8.Önnur mál

Gunnar Eyjólfsson bauð fundarmenn velkomin og bar upp tillögu um að Vilberg Skúlason yrði kosinn fundastjóri og það samþykkt.

1. Skýrsla stjórnar og nefnda
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og helstu verkefni sem unnið var að á starfsárinu sem er að líða. Því næst var komið að skýrslu nefnda, Ásta Pálína Hartmannsdóttir las skýrslu fræðslunefndar, Ólafur Rafnsson las skýrslu æskulýðsnefndar, Þorgeir Margeirsson las skýrslu ferðanefndar og Lóa og Gunnar fóru yfir skýrslu reiðhallarnefndar.

2. Kosning stjórnar og nefnda
Tvö framboð í hlutverk formanns, Gunnar Eyjólfsson og Þorgeir Margeirsson.
Kosning var skrifleg og fór þannig:
Atkvæði talinn 32 sem hafa kosningarrétt
Gunnar Eyjólfsson 17 atkvæði
Þorgeir Margeirsson 15 atkvæði.
Gunnar Eyjólfsson kjörinn formaður 
Ólafía Lóa Bragadóttir ritari
Elín Sara Ferset verður gjaldkeri, ný í stjórn.
Þóra Brynjarsdóttir fer úr stjórn eftir 5 ára störf fyrir félagið og voru henni færðar þakkir fyrir hönd félagsins á fundinum. Þorgeir Margeirsson gaf kost á sér sem meðstjórnandi og í varastjórn eru Sigmar Björnsson og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir.

Gunnar Auðunsson var kjörinn á síðasta aðalfundi til tveggja ára út næsta tímabil 2020 og er stjórn hestamannafélagsins því skipuð eftirfarandi aðilum:
· Gunnar Eyjólfsson formaður 
· Gunnar Auðunsson og Þorgeir Margeirs, meðstjórnendur
· Ólafía Lóa Bragadóttir ritari
· Elín Sara Ferset verður gjaldkeri
· Sigmar Björnsson og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir varamenn stjórnar.

Nefndir
· Ólafur R. Rafnsson verður áfram með Æskulýðsnefnd með dyggri aðstoð frá Þorgeiri Margeirssyni.
· Sunna Sigríður, Guðný þórsdóttir og Friðbjörn Björnsson taka að sér Ferðanefnd.
· Þorgeir Margeirsson ásamt öðrum sér um Skemmtinefnd.
· Ólafía G. Lóa Bragadóttir sér um Reiðhallanefnd.
· Ásta og Fransiska verða áfram með Fræðslunefnd.
· Sunna Sigríður, Guðný og Elín verða með Mótanefnd.
· Gunnhildur og Halla sjá um Kvennanefnd.
· Stjórnin verður með Reiðveganefnd.

3. Reikningar
Þóra Brynjarsdóttir las reikninga félagsins og voru þeir samþykktir, Gunnar Eyjólfsson færði fráfarandi gjaldkerfa blómvönd, með þakklæti fyrir vel unnin störf sl. 5 ár. 

4. Viðurkenningar
Árangursverðlaun Mána 2019
· Glódís Líf Gunnarsdóttir
· Helena Rán Gunnarsdóttir
· Sólveig Rut Guðmundsdóttir
· Signý Sól Snorradóttir
· Bergey Gunnarsdóttir
Íþróttamaður Mána 2019
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir.
Ræktunarverðlaun Margeir Þorgeirsson
Álfanótt frá Vöðlum.

5. Ákvörðun félagsgjalda
Félagsgjöld verða því óbreytt frá fyrra ári kr.14.000 fyrir einstaklinga og 20.000 fyrir hjón.
270 félagsmenn 17 nýir  félagar komu á árinu. 

6. Lagabreytingar
Engin mál tekin fyrir

7. Inntaka nýrra félaga
Einn sótti um aðild á fundinum formlega en þar að auki voru nokkrir nýir félagar staðfestir á fundinum.

8. Önnur mál
Sóley Margeirsdóttir tók til máls og hvatti félagsmenn til að kaupa miða á Landsmót og styrkja um leið Mána, Viðar Ellertsson tók til máls og Gunnar formaður tók einnig til máls.
Rætt var um gáma, kerrur og fleira drasl sem er á svæðinu. Það þarf að taka á þessum málum.
Fundurinn skorar á stjórnina að sjá um þessi mál um drasl og dót sem eru á hesthúsasvæðinu.
Stjórnin er að vinna í þessu máli og bíður eftir svörum frá Brunavörnum, Reykjanesbæ og Heilbrigðiseftirlitinu. Rætt var um gamlar myndir og koma þessum myndum til Óla.
Stjórnin óskar eftir að hitta nefndirnar sem fyrst og var 1. des kl 17  ákveðinn. 

Fleira ekki rætt og fundi slitið 22:20