Hestabingó

Árlega hestabingó var haldið í félagsheimilinu og er stuðningsaðilum þakkað sérstaklega fyrir stuðninginn og voru vegleg verðlaun að vanda veitt vinningshöfum. Allir fengu verðlaun, sumir fleiri en aðrir. 

Sjá myndir frá viðburðinum á Fésbókarsíðu Mána.

Leikjanámskeið

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2020
Boðið verður uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í vetur. Kennari er Elfa Hrund Sigurðardóttir en hún útskrifaðist úr Reiðmanninum vorið 2018 með góðum árangri.

Tímasetningar fyrir þessi námskeið verða annan hvern miðvikudag og fimmtudag í 45 mínútur klukkan 18:15 í reiðhöll Mána. Fyrsti tími verður miðvikudaginn 8. janúar 2020 klukkan 18:15 til 19:00.

Er þetta námskeið ætlað Mánafélögum og þarf knapi að mæta með hross. Æskilegt er að knapar geti riðið tölt og brokk. Í tímanum verður farið í ýmsar þrautir, perlubauga, prófað hálsband og fleira og verður lagt uppúr því að knapi notar ásetuna í þrautunum. 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ólaf Róbert í síma 8402000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið olafur.rafnsson@formenn.is með nafni og kennitölu knapa. 

Æskulýðsstafið hjá Mána

Helstu verkefni æskulýðsnefndar er að sjá um viðburði á vegum félagsins fyrir ungmenni. Meðal þess sem starfið felur í sér er:
- Bingó og annað æskulýðssprell
- Leikjanámskeið
- Undirbúningur fyrir Æskuna og Hestinn í Víðidal

Skipan nefndar starfsárið 2020
Formaður: Ólafur R. Rafnsson 8402000
Nefndarmaður: Þorgeir Margeirsson

Dagskrá 2020
12. janúar Bingó Æskulýðsdeildar, hestatengdir vinningar
8. febrúar Æskulýðssprell, laiser tag
29. mars Páskaeggjaleit Æskulýðsdeildar
23. apríl Mánasýningin, sýning fyrir bæjarbúa á starfi Mána. Sumardagurinn fyrsti
26. apríl Æskan og hesturinn
13. júní  Kerruferð á Löngufjörur

Skýrslur:
Starfsárið 2019
Starfsárið 2018

Dagskrá 2019

Viðburðir hjá æskulýðsnefnd á árinu 2019

12 janúar – Bingó Æskulýðsnefndar, hestatengdir vinningar
9. febrúar – Æskulýðssprell
9. mars – Sameiginlegur reiðtúr
10. mars – Æskulýðssprell
Páskabingó Æskulýðsnefndar
29. apríl – Æskan og hesturinn
18. maí – Kerruferð
8. júní – Kerruferð