Aðalfundur hestamannafélagsins Mána 2019

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Mána þriðjudaginn 26. nóvember næstkomandi kl 20:00 í reiðhöll félagsins.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning stjórnar og nefnda
3. Reikningar
4. Viðurkenningar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Inntaka nýrra félaga
7. Önnur mál
Stjórn Mána

Vikupassi á Landsmót 2020

Nú geta félagsmenn keypt vikupassa á Landsmót Hestamanna sem haldið verður á Hellu 6. - 12. júlí 2020 og styrkt um leið félagið okkar.  Með því að kaupa í forsölu í gegnum linkinn hér að neðan  renna 1.000 kr til hestamannafélagsins. Miðaverð í forsölu er aðeins 16.900 kr. 
  
https://tix.is/is/specialoffer/tf4fpb65gpqpw
Tökum höndum saman - styðjum félagið og tryggjum okkur um leið miða á Landsmót hestamanna 2020 á besta mögulega verði. 

Sjá nánari upplýsingar á Facebook síðu Mána

Okkur er ánægja að tilkynna fyrsta námskeið vetrarins. Ragnhildur Haraldsdóttir ætlar að starta þessu og verður með helgarnámskeið 14.-15. desember. Hún útskrifaðist sem reiðkennari C frá Hólum árið 2011 og er starfandi tamningamaður og reiðkennari í dag. Ragnhildur hefur gert það gott á keppnis og kynbótabrautinni síðastliðin ár. Um er að ræða 1 x 30 mín einkatíma hvorn dag, sem hentar öllum knöpum. Hugmyndin er að, hún myndi svo fylgja krökkunum okkar á Landsmót svo þetta er frábært tækifæri, til að hún fái að kynnast þeim áður en næstu skref verða ákveðin. Viljum við vekja athygli á því að börn fá helmings afslátt af námskeiðinu en munu þurfa að greiða að full við skráningu í Sportfeng en senda síðan kvittunina með reikningsupplýsingum á gjaldkeri@mani.is
Nánari upplýsingar koma fljótlega. 

  
Með nýju fyrirkomulagi í afreksmálum LH hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni fyrir unga og metnaðarfulla knapa, það kallast Hæfileikamótun LH og fer af stað veturinn 2020. Hæfileikamótun LH samanstendur af 6 hópum sem staðsettir eru í hverjum landshluta fyrir sig. Fjöldi knapa í hóp er 8. Gjaldgengir í hópinn eru unglingar á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur). Einstakt tækifæri fyrir unga metnaðarafulla knapa að undirbúa sig með markvissri kennslu til að takast á við verkefni bæði hérlendis og á erlendum vettvangi. 

Íþróttamaður Mána 2019

Íþróttamaður Mána verður tilkynntur á aðalfundi í lok nóvember.  Einnig fá þeir sem hafa staðið sig vel  í keppni á árinu  viðurkenningar. Við viljum því hvetja þá sem voru duglegir að keppa í ár að senda árangur sinn á netfangið: gudv@simnet.is 
Kveðja,
Mótanefndin

Beit á Mánagrund

Allar upplýsingar um aðgang að hagabeit á Mánagrund er hægt að nálgast hjá beitarstjóra í síma: 861 2030

Fræðslunefnd

Knapamerki námskeið

Fræðslunefnd vill kanna áhuga fyrir knapamerki 1 og jafnvel 2 fyrir veturinn 2019-2020

Áhugasömum bent á að hafa samband við Ástu astapalla@hotmail.com eða Franzisku siska89@simnet.is

Leikjanámskeið

Veturinn 2020

Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga veturinn 2020.  Boðið verður uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga í vetur. Kennari er Elfa Hrund Sigurðardóttir en hún útskrifaðist úr Reiðmanninum vorið 2018 með góðum árangri.

Reiðhöll Mána

Reiðhöllin er opin á milli klukkan 08:00 og 23:00 alla daga nema annað sé auglýst.