Aðalfundur hestamannafélagsins Mána 2019

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Mána þriðjudaginn 26. nóbember næstkomandi kl 20:00 í reiðhöll félagsins.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kosning stjórnar og nefnda
3. Reikningar
4. Viðurkenningar
5. Ákvörðun félagsgjalda
6. Inntaka nýrra félaga
7. Önnur mál
Stjórn Mána

Fyrirlestur 14. nóvember 2019

Hestamannafélagið Máni ætlar að bjóða uppá fyrirlestur þann 14 nov kl 19:00 í sal Mána, fyrirlesari er Auður G Sigurðardóttir og er fyrirlesturinn um neðangreind efni:

EFNI: Hvað felst í ástandsskoðun, helstu vandamálin og hvað getur þú sem hestaeigandi gert?

Nánar: Farið verður í hvað felst í reglulegri ástandsskoðun á hestinum og hvernig við sem hestaeigandur/þjálfarar getum tileinkað okkur kunnáttu til að uppgötva og bregðast við áður en vandamálin verða stærri og illviðráðanlegri. Farið verður einnig í hver eru helstu vandamálin sem upp koma og hvernig hægt er að bregðast við þeim.

Auður G. Sigurðardóttir – Hestanuddari

Aðgangseyrir er frítt fyrir félagsmenn Mána!

Kær kveðja fræðslunefdin Ásta og Franziska. 

Íþróttamaður Mána 2019

Íþróttamaður Mána verður tilkynntur á aðalfundi í lok nóvember.  Einnig fá þeir sem hafa staðið sig vel  í keppni á árinu  viðurkenningar. Við viljum því hvetja þá sem voru duglegir að keppa í ár að senda árangur sinn á netfangið: gudv@simnet.is 
Kveðja,
Mótanefndin

Beit á Mánagrund

Allar upplýsingar um aðgang að hagabeit á Mánagrund er hægt að nálgast hjá beitarstjóra í síma: 861 2030

Fræðslunefnd

Knapamerki námskeið

Fræðslunefnd vill kanna áhuga fyrir knapamerki 1 og jafnvel 2 fyrir veturinn 2019-2020

Áhugasömum bent á að hafa samband við Ástu astapalla@hotmail.com eða Franzisku siska89@simnet.is

Reiðhöll Mána

Reiðhöllin er opin á milli klukkan 08:00 og 23:00 alla daga nema annað sé auglýst.