Skýrsla ferðanefndar 2019

Planið var eftirfarandi fyrir síðasta vetur  Þorrareið 26 jan, Sameiginlegur reiðtúr 9 mars, Skírdagsreið 18 apríl, 20-21 páskareið, 11 maí kerruferð, 18 maí kerruferð, 8 júní kerruferð Raunin varð að  Þorrareiðin var haldin 9 febrúar og var gríðarlega vel mætt og var slegið upp skemmtilegu þorrablóti í reiðhöllinni. Rútuferð Mánamanna var farinn 30 mars að og heimsótt hrossabúin Steinsholt, Söðulsholt og Hrísdal. Þetta var bæði fróðlegt og skemmtileg ferð. Enduðum svo ferðina á veitingastaðnum Rjúkanda sem er rekinn af Eyjólfi Gísla Garðarsyni og Hrefnu Birkisdóttur Suðurnesja fólkinu. Ólöf dóttir þeirra og staff tóku vel á móti okkur og við fengum 5 stjörnu máltíð og veitingar 
Ferðanefnd stendur fyrir páskareið eins og undanfarin ár, dagskrá verður eftirfarandi: 
Skírdagsreið. Lagt verður af stað frá reiðhöll fimmtudaginn 18. apríl kl. 14:00 og riðið inn í Klett. Léttar veitingar í boði. 
Páskareið. Lagt verður af stað frá reiðhöll laugardaginn 20. apríl kl. 14:00 og riðið inn í Árnarétt. Léttar veitingar í boði. 
Kerruferð 11 maí. Riðið verður um Heiðmörk frá Spretti. Þetta verður sameiginlegur reiðtúr Mána og Spretts á þeirra heimavelli. Lagt verður af stað af Mánagrundinni 12:00 Sameinast verður við reiðhöll Sprettara 13:25 og lagt af stað 13:30 Kerruferðir 17 og 18 maí Allt gerist sömu helgina næstu.  Sameinast verður Sörla á föstudaginn í ferð hringinn í kringum Helgafell. Fullorðins ferð.  Sameinast verður Sprettururum aftur og núna svokölluð Kóraferð í Heiðmörk á laugardaginn. Tímasetningar og nánari upplýsingar koma í sér auglýsingum í vikunni.  Miðnæturreið verður farin að Garðskagavita laugardagskvöldið 25.maí og verður lagt af stað kl.18 frá reiðhöllinni. Kvennareið mána var svo farin 27 maí Æskulýðsnefnd Mána ætlar í kerruferð næsta fimmtudag 30. maí (uppstigningardag) Lagt verður af stað frá Mánagrun kl 13:00. og farið að Þorbirni. Reiknað er með því að ríða hringin í kringum fjallið og slá endapunktinn á yfirstandandi vetur. Kerruferð 1 júní Nokkrir Mánafélagar skelltu sér á ströndina í dag. Farið var í Sandvík með nesti. Ferðanefnd Mána langar að kanna áhuga félagsmanna fyrir því að fara á Löngufjörur um þar næstu helgi, dagana 15. og 16. júní. Lagt af stað á föstudegi, 14. júní og verður hver og einn að koma sér á staðinn. Ferðanefndin að störfum, smá teaser en ferðasaga kemur síðar. Hestamannafélagið er mjög lánsamt að eiga svona góða félaga að Viðar og Helenu sem buðu okkur að fara út á sandana frá húsinu þeirra.